Einu sinni leigði maður video, bókstaflega!

Ég man þá daga þegar maður fór út á videoleigu til að leiga sér spólu OG videotæki. Því í þá daga þótti það ekki sjálfsagt mál að búa svo vel að eiga videotæki hvað þá DVD spilara og læti.

Í dag þykir manni það heldur betur fáranleg tilhugsun að velja sér mynd og segja svo við afgreiðslumanninn

- áttu myndbandstæki til að lána mér?

- Já ég á eitt eftir - segir afgreiðslumaðurinn

- Er það örugglega í lagi, ég meina, það spólar til baka og svona?

- Jájá, ég get alveg prófað það samt fyrir þig til að vera viss.

- Já endilega

Afgreiðslumaðurinn tekur tækið upp og setur það í samband og rennir spólu í tækið. Tækið spólar bæði aftur á bak og áfram.

- Það þrælvirkar - segir hann

- Ok flott, tek það.

 Afgr.m. setur það í sér útbúna vatnshelda stáltösku og réttir mér með herkjum yfir afgreiðslu borðið. Taskan er um 20 Kg.

 Svo tekur við þessa hefðabundna skráning á nafni, kt, og símanúmer og náttúrulega borga gamlar skuldir til að fá að leigja þetta. 

Svo labbar maður af stað með spóluna og heilt myndbandstæki.

 

Það sem var á sig lagt fyrir góða stund með popp, kók, spólu og tæki.

Þetta myndi ég kalla gjörning í dag, miklu frekar en þetta hjá listaleysunni með sprengjutöskuna í Kanada. 

 

Við sjáum mynd til upprifjunar:

Myndbandstæki/Video

 

Jæja, þetta voru mínar hugleiðingar í kvöld. 

 

Skrolli.


Hlunkurinn

Ég gekk að dyrunum og tók í hurðarhúninn, það var læst. Ég kemst ekki inn þar sem lyklarnir hafa gloprast úr vasanum á hlaupunum. Ég skakklappaðist að garðstólnum og settist á blautt plastið. Tíminn var naumur. Ég varð að leysa reimarnar, bólgan fór vaxandi. Þvílíkur verkur.

Hver hefði trúað því að það væri svona vont að missa hlunk á tábergið. Það sem mér finnst samt furðulegast er að markhópurinn fyrir þessa frostpinna eru börn. Hvernig börn fara að því að bera þessa þungu hlunka að munni sér til að gæða sér á og það til mikillar ánægju, er mér að öllu leyti óskiljanlegt.
Eflaust á sykurinn sinn þátt þar að máli. Orkan sem kemur úr þessum grænu hlunkum er baneitraður hvítur sykur sem brennur á hraða ljóssins í gegnum æðar barnsins, nánast um leið og hann er í sjónmáli. Samtímis umbreytist barnið í græna skrímslið Hulk og rífur upp hlunkinn og eftirleikurinn verður leikur einn. En ég... ó já.. ég rúntaði út í sjoppu, bað um hressandi frostpinna, glottandi afgreiðslumaðurinn rétti mér með báðum höndum 1 stk. Hlunk sem samstundir rann um greipar mér og féll á tábergið, ég rak upp öskur og gleymdi að ég var á bíl og hljóp heim.

Ég losaði um skóinn og sá að mín versta martröð var orðinn að veruleika. Tærnar rétt löfðu fastar við fótinn, höggið var það þungt að kjöt og bein í ristinni hafði sprungið í tætlur. Draumar mínir um atvinnumennsku voru að engu orðnir á einu augabragði. Blóðið rann stríðum straumum niður á gangstéttina. Það var kominn pollur í kringum mig þar sem ég sat. Ég vissi að innan skamms myndi ég líða út af vegna blóðmissis, og þá værir voðinn vís, ég varð að gera eitthvað í þessu, og það strax. 

Ég hljóp af stað eftir göngustígnum en það vildi ekki betur til en það að ég hljóp beint í fasið á Labradormanni, hinu stórundarlega afkvæmi veiðimanns og veiðihunds. Labradormanninum varð strax starsýnt á blóðugan fótinn, hann sleikti út undan og spurði mig, "jæja það er naumast, hvað gerðist?"

 

framhald síðar.... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband